UM OKKUR

Kickstart ehf.

 

Fyrstu árin vorum við í samstarfi með Bikecave en þegar að eigandi Bikecave lokaði rekstrinum þá fórum við á stúfana til að finna okkur fyritæki til að halda utanum þann hluta sem við sáum um.
Það gekk loks eftir í júní 2024 og eru tveir eigendur af því Hallgrímur Ólafsson (Halli) og Pétur Axel Birgirsson (Pétur) báðir miklir áhugamenn um mótorhjól Halli í racerum, „nöktum hjólum“ og Vespum.
Pétur aftur hefur meiri áhuga á hippum og snjósleðum ásamt öðrum áhugamálum svo sem ljósmyndun ofl.
Eftir að hafa verið í smá vandamálum við að finna nafn á fyrirtækið þá kom Pétur með þá hugmynd hvort við gætum notað hið frábæra nafn Kickstart ehf. og við nýtt okkur það “legacy”  sem Jón Ásgeir hafði fyrir nokkrum árum rekið á Ránargötunni , sem betur fer voru handhæg heimatökin á því að athuga hvort Jón Ásgeir hefði eitthvað út á það að setja en að vanda var Jón Ásgeir ekkert nema elskulegheitin og veitt okkur samþykki til að nýta nafnið.

Við höfum í gegnum tíðina flutt inn hjálma frá NEXX í Potugal og Caber frá Ítalíu,
Vörur frá Heroic racing í USA
Bifhjólaskó frá Forma
Við vorum þjónustuaðili fyrir Ducati á Íslandi en hættum öllum afskiptum af Ducati.

Við rekum heimasíðuna McMoto.is þar sem við erum að bjóða vörur sem við teljum uppfylla gæðakröfur sem við gerum til birgja okkar.

Stefnum við á að auka við úrval sem við getum boðið viðskipatvinum okkar og vonandi getum við byggt á þeim grunni sem nafnið gefur til kynna

Fh. Kickstart ehf
Einarsnesi 40
102 Rvk.
Iceland
Kt. 5101130390

Hallgrímur Ólafsson
Pétur Axel Birgirsson