UM OKKUR

Við í Bikecave hófum að taka inn varahluti og bjóða uppá sérpantanir á Ducati bifhjólum 2017 á verðum sem við töldum samkeppnishæf á Íslandi.

Vegna ástæðna sem við gátum lítið gert við þrátt fyrir mótmæli okkar, misstum við samning við umboðsaðila Ducati á norðurlöndunum vegna samninga aðra aðila við Ducati.

Ducati Iceland var ekki umboð þar sem höfuðstöðvarnar í Bologna vilja ekki vera með umboð á Íslandi vegna örmarkaðs (við vitum ekki til þess að það hafi breyst).

Þessar breyttu aðstæður urðu til þess að áhersla okkar hefur breyst, nú erum við að leggja áherslu á fatnað frá Heroic racing apparel sem er framleitt í USA ásamt því að geta boðið uppá bifhjólaskó frá Ítalska framleiðandanum Forma.
Við getum einnig boðið Nexx hjálma framleidda í Portugal

Nýlega náðum við samningum við fyrirtæki sem gefur okkur möguleika á að bjóða ýmsa vöru sem við höfum ekki boðið uppá fyrr.
# Arai (JP) og Caberg (It) hjálmar
# Daytona bifhjóla skófatnað (DE)
# Bifhjóla fatnað frá Knox (jakka- buxur- handska-  brynjur- ofl) (UK)
# Kriega bakpoka og bifhjóla hirslur (UK)
# Merlin stílhreinn og töff bifhjólafatnaður (UK)
# Twice frábær bifhjólafatnaður (SE)

 

 

Ducati Iceland

 

Fyrir hönd Ducatiiceland
Hallgrímur Ólafsson (Halli Ólafs)
Pétur Axel Birgisson
Hjördís Andrésdóttir

hallis4r@gmail.com

Einarsnes 36
101 Reykjavík
Ísland
590500-3130
Vsk. nr. 67425